Finndu leiðina til okkar! #NjótumSaman
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Mývatn Car Rental er bílaleiga, verkstæði bílaþvottastöð og dráttarbílaþjónusta staðsett í Mývatnssveit. Við leigjum út bíla sem að koma þér upp á hálendi og allt norðurlandið, svo lengi sem veður leyfir. Markmið okkar er að gera ferðalag þitt um landið þægilegra á traustum og góðum bílum!
Gestastofan Gígur í Mývatnssveit er opin allan ársins hring.
Þar veita landverðir og þjónustufulltrúar gestum fræðslu og upplýsingar um náttúrufar, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.
Opið alla daga frá kl. 10-14:00
Sími: 470-7110
Netfang: gigur@vjp.is
Heilsugæslustöðin Reykjahlíð
Hlíðavegur 8, 660 Mývatnssveit
Reykjahlíð.
Sími 4324960
Vaktsími
1700
Opnunartími
Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8-15
Lokað á miðvikudögum
Tímabókanir
432 4960
Móttaka lækna
Mánudagar og fimmtudaga
Tímapantanir í síma 432 4800 eða 432 4960
Viðtalstímar hjúkrunarfræðings
Mánudaga kl. 10-11
Fimmtudaga kl. 10-11
Aðrir viðtalstímar eftir samkomulagi.
Lyfja Reykjahlíð - apótek. Opnunartímar:
10-14 mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga.
Lokað á miðvikudögum.
Sparisjóður Þingeyinga erá Laugum í Reykjadal.
Opið: 9:00 - 16:00 virka daga.
Kjarna
650 Laugar
Sími 464 6200
Hraðbanki er á Hraunvegi 8, 660 Mývatn.
Krambúðin Supermarket
Address: Hlíðavegi
Tel: 464 - 4466
Dalakofinn verslun er á Laugum í Reykjadal. Þarf ræðu allar helstu nauðsynjar fyrir heimilið.
Mán-fös: 9 - 20
Lau-sun: 11 - 20
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022. Íbúar Þingyejarsveitar eru rúmlega 1.400 talsins.
Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæranýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.
Í sveitarfélaginu er gróskumikið mannlíf enda atvinnuvegir fjölþættir, s.s. landbúnaður, fræðsla, fiskvinnsla, skógrækt, ferðaþjónusta, matvælaframleiðsla og margt fleira. Þrír grunnskólar eru í sveitarfélaginu; Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli og Reykjahlíðarskóli. Við grunnskólanna eru tónlistar- og leikskóladeildir. Einnig er einn framhaldsskóli; Framhaldsskólinn á Laugum. Leiklistarstarf og söngur eru í miklum blóma, t.d. á Breiðumýri og í Söngfélaginu Sálubót og Karlakórnum Hreim. Íþróttalíf er kröftugt hjá ungmennafélögum á svæðinu.
Mjög góð aðstaða er til íþróttaiðkunnar á Laugum og í Reykjahlíð, á Laugum er glæsileg sundlaug. Þá er áhugamannagolfvöllur á Laugum sem Efling sér um, einnig er góður golfvöllur í Reykjahlíð.
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Visit Mývatn
Mývatnsstofa ehf
660 Mývatn
Ísland
info@visitmyvatn.is