Dalakofinn

Allt sem hugurinn girnist

Verið velkomin í Dalakofann á Laugum

Dalakofinn er veitingastaður og verslun, staðsett við þjóðveg 1 á Laugum í Þingeyjarsveit. Hjá okkur er opið allt árið um kring.
Við leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði og góða þjónustu. Í veitingastaðnum finnur þú fjölbreytt úrval af spennandi réttum, meðal annars ljúffengar pizzur, hamborgara og alvöru íslenska kjötsúpu. Eftir matinn geturðu verslað allar helstu nauðsynjar í versluninni okkar í hinum enda hússins. Kíktu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér!