Daddi's Pizza

Daddi‘s pizza er lítill, fjölskyldurekinn pizzustaður í Mývatnssveit, stofnaður í júlí 2009. Við leggjum upp úr því að búa til bragðgóðar pizzur úr góðu og fersku hráefni. Við notum það sem framleitt er í nágrenninu þegar kostur er á, og annað hráefni veljum við af kostgæfni frá öðrum heimshornum. Hráefnið er meðhöndlað vandlega og af virðingu, en það skilar sér í einstaklega ljúffengum bökum. Pizzurnar er hægt að taka með, borða inni í litla salnum okkar eða úti á palli og njóta einstaks útsýnis yfir fjallahringinn og hraunið. Við bjóðum uppá gos, léttvín og gott úrval af íslenskum bjór. Ekki eru teknar borðapantanir, og því eru allir velkomnir hvenær sem þörfin fyrir pizzu kallar.

Símanúmer