Finndu leiðina til okkar! #NjótumSaman
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Hér má finna ítarlegar upplýsingar, hnit og ljósmyndir: Wikiloc | Laxárgljúfur Trail
Gönguleiðin liggur yfir Laxá hjá rafstöðinni/stíflunni. Hægt er að aka að rafstöðinni og leggja bílnum þar. Því næst er gengið yfir stífluna eftir brú og er þá hægt að njóta mikilfenglegs útsýnis yfir gljúfrið. Laxárgljúfur ganga fram úr Laxárdal og þar eru Laxárstöðvarnar þrjár. Áin er lindá og eru upptök hennar í Mývatni. Laxá rennur um Laxárdal og þaðan í Aðaldal og fellur til sjávar í Skjálfandaflóa. Stöðvarnar nýta um 70m fall árinnar á 1.800 m kafla og er afl þeirra alls 27,5 MW. Við stíflu endann er svo hlið þar sem hægt er að ganga upp á gljúfurbakkann. Þar er gengið í móum eftir kindastíg en þó er mælt með að ganga frekar aðeins hærra þar sem kindastígurinn liggur við gljúfurbarminn og getur verið ótraust að fylgja honum svo nálægt barminum.
Gönguleiðin er létt og skemmtileg og auðveld yfirferðar með útsýni yfir stífluna og Aðaldal. Svæðið er girt af og ekki auðvelt að komast yfir girðinguna til þess að komast lengra eftir gljúfrinu. Ef um lengri göngutúr væri að ræða er hægt að keyra inn Laxárdalinn og leggja bílnum við vegkantinn og koma ofan frá að gljúfrinu og þar með er auðvelt að lengja gönguleiðina eftir gljúfrinu.
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Visit Mývatn
Mývatnsstofa ehf
660 Mývatn
Ísland
info@visitmyvatn.is