Finndu leiðina til okkar! #NjótumSaman
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Norðurstrandarhringur er hringleið sem tekur um 2-3½ klst. að ganga. Leiðin liggur frá þjóðveginum vestast í byggðinni í Reykjahlíð og eftir vatnsbakkanum. Vel má sjá áhrif vatnsins á gróðurinn í hrauninu næst bakkanum. Þegar komið er vestur á móts við Slútnes er gengið þvert yfir hraunið að Fagraneshólum. Einnig hægt að hefja ferðina þar ef menn vilja. Frá Fagraneshólum er gengið til Reykjahlíðar. Þetta er létt gönguleið og þar er talsvert um fuglalíf.
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Visit Mývatn
Mývatnsstofa ehf
660 Mývatn
Ísland
info@visitmyvatn.is