Finndu leiðina til okkar! #NjótumSaman
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Vogafjós er staðsett austan meginn við Mývatn. Vogafjós samanstendur af huggulegu fjölskyldureknu gistihúsi, veitingastað áfastan við fjós og litla búð með einstökum, Íslenskum vörum.
Árið 2005 var ráðist í að byggja gistihús til viðbótar við ferðamannafjósið. Gistihúsin eru þrjú bjálkahús með samtals 26 herbergjum. Herbergin eru rúmgóð og er hægt að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfðumarkmið gistihússins er að gestum líði vel og geti slappað af eftir langan dag.
Morgunverður
Morgunverðarhlaðborð er framreitt í veitingasalnum, í um þriggja mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum sem byrja kl 7:30 og jafnvel fá að smakka ylvogla og ferska mjólkina, beint úr spenanum.
Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Visit Mývatn
Mývatnsstofa ehf
660 Mývatn
Ísland
info@visitmyvatn.is