Skútustaðir Farm Guesthouse

Gistiheimili

Árið 1988 byggðum við efri hæð á húsið okkar. Ári seinna gengum við í Ferðaþjónustu bænda og byrjuðum að reka gistiheimili sama ár. Árið 2004 og 2005 keyptum við húseiningarnar sem standa bak við íbúðarhúsið. Þetta eru 5 herbergi með sér baði. Árið 2010 byggðum við sumarhúsið sem stendur fyrir neðan húseiningarnar.

Fjölskyldumeðlimir hafa alltaf séð um vinnu við gistinguna: bókanir, móttaka, þrif, þvottar og vinna við morgunverð.

Gistiheimilið er opið allt árið, nema það er lokað frá 23. desember til 6. janúar og einnig er lokað yfir páska. Einungis er selt í herbergin sem eru með sér baði frá maí fram í október.

Reykingar eru bannaðar innandyra og eru öll herbergin reyklaus.

Í dag erum við með 20 mjólkandi kýr og um það bil 30 geldneyti. Kýrnar eru inni yfir vetrartímann en á sumrin reynum við að hafa þær eins mikið úti og hægt er. Það er þó stundum erfitt vegna flugunnar sem leggst mikið á þær. Á bænum eru um 250 kindur. Þær eru inni yfir vetrartímann en eftir sauðburð eru þær reknar á fjöll og ekki sóttar aftur fyrr en í lok ágúst. Við erum með sex hesta sem aðallega eru notaðir til skemmtunar en einnig til smölunar á haustin. Á bænum eru 25 hænur en þær ganga frjálsar allan ársins hring. Tveir hundar eru einnig á bænum, þeir heita Snati og Spori og eru afskaplega vinalegir og góðir.

Bóka gistingu HÉR!

Heimilisfang
Skútustaðir
Símanúmer