Mývatnsmarkaður

Beint frá býli Handverk

Við inngagninn inn í Dimmuborgir er Kaffi Borgir og Mývatnsmarkaðurinn starfrækt. 

Kaffi Borgir og Mývatnsmarkaðurinn er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem öll fjölskyldan tekur þátt í daglegum rekstri veitingastaðarins ásamt öðrum frábærum samstarfsfélögum.
Boðið er upp á lamba- og geitakjöt sem fjölskyldan framleiða sjálf á býlinu þeirra en annað kjöt á matseðlinum kemur frá nágranna þeirra á næsta býli. Einnig er boðið uppá gott úrval af léttum réttum og eftirréttum. 

Fjölskyldan bakar sitt eigið rúgbrauð í heitri hveraholu í Bjarnarflagi, sem kallast “Brauð í Fötu” (Bread in a bucket). 

Mývatnsmarkaðurinn býður upp á vítt val af minjagripum, gjöfum og handverki.

 

 

Símanúmer