Finndu leiðina til okkar! #NjótumSaman
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Baðvatnið í lóninu rennur beint úr borholu Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Vatnið rennur um leiðslu í stórt forðabúr og frá því deilist það niður í fimm lagnir sem sjá um að blanda heita vatninu í lónið.
Lónið sjálft er manngert, botninn er þakinn sandi og fíngerðri möl. Vatnið er einstakt á marga vegu en helstu einkenni vatnsins er hversu steinefnaríkt og basískt það er, sem gerir það frábært til böðunar. Efnasamsetning vatnsins gerir það að verkum að bakteríur og gróður þrífast ekki og notkun klórs eða annarra sótthreinsiefna er óþörf.
Jarðhitavatn á Íslandi inniheldur yfirleitt eitthvert magn af brennisteini. Vatnið í Jarðböðunum inniheldur hærra magn brennisteins en almennt þekkist. Þar af leiðandi er mælt með því að fjarlægja skartgripi úr kopar og silfri áður en farið er í bað því annars verða þeir svartir og geta eyðilagst. Þrátt fyrir þessi áhrif á skartgripi er brennisteinn talinn hafa jákvæð áhrif á astma og aðra öndunarfærasjúkdóma. Snefilefni í vatninu eru þá einnig talin hafa jákvæð áhrif á húðvandamál.
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Visit Mývatn
Mývatnsstofa ehf
660 Mývatn
Ísland
info@visitmyvatn.is